Þriðjudagur til þrautar

7. október 2008

PASS

Sunnudagur

5. október 2008

Höfum átt góða helgi hér á Skólabrautinni.  Heimsótt vini og vandamennn og endurhlaðið þannig batteríin.  Það er svo ótrúlega endurnærandi og gefandi að eyða dagparti með sínum nánustu.  Í dag sunnudag höfum við hugsað okkur að halda áfram að njóta lífsins í góðum félagsskap.  Það er jú það sem gefur lífinu gildi. 

 Dagurinn verður styttri og styttri sem þýðir jú að kvöldin með sínum huggulegheitum verða lengri og lengri.

Lífið er ósköp ljúft sama hvernig á það er litið.

Sunnudagskveðja

Sól i sinni

3. október 2008

Það er sól á hvíta jörð.  Gerist ekki fallegra vetrarveður.  Ég vissi bara ekki að það væri kominn vetur.  Hélt í sakleysi mínu að það mundi kólna smá saman þar til frysti og upp úr því færi daginn að stytta og stutt væri í þýðuna.  En svo virðist sem það sé harðinda vetur framundan.  Manni verður hugsað til smáfuglanna þegar svona viðrar.  Mér finnst svipað komið fyrir þeim í þessum fyrirvaralausa vetri eins og samnemum mínum úr LBHI  sem norpa nú úti í námi í fyrirvaralausum efnahagsvetri. 

Það er frost í fólki.  En blessuð sólin elskar allt og allt með kossi vekur.  Eigum við ekki bara að vona það sé einmitt það sem hún er að gera á þessum yndislega fallega vetrardegi sem kom svo fyrirvaralaust.  Nú annars höfum við alltaf morgundaginn.  Kannski hann verði sólríkur?

Ef ekki nú…… þá……bara………skál.

Góða helgi öllsömul

(hvar sem þið eruð og hvert sem þið fljúgið)

Nýtt líf

26. september 2008

Nýtt tímabil með nýju bloggið er runnið upp

Njótið vel

Aldís