Gledilegt ár

3. janúar 2009

Gleðilegt ár kæru vinir, nær og fjær, og takk fyrir það gamla.

Við erum komin heim á Skólabrautina okkar eftir yndislega ferð til Svíþjóðar þar sem við dvöldum í góðu yfirlæti hjá Reyni og Mariu.  Það er alltaf jafn notalegt að koma til þeirra og við orðin vel heimavön þar.  En alltaf er nú jafn yndislegt að koma heim og það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað mér finnst vænt um Íslandið okkar.  Þið kannist kannski öll við þessa vellíðunar tilfinningu sem hríslast um mann þegar maður keyrir frá Keflavík.  Verð nú samt að viðurkenna að það er nú ekki fyrr en ég er komin til Reykjavíkur og jafnvel áleiðis til Mosfellsbæjar að þetta hellist yfir mig.  Einhver vissa um að maður sé á réttum stað sem er nánast óskýranleg. 

En það er komið nýtt ár og þá er við hæfi að hugsa aðeins um lífið og tilveruna.  Ég sigli inn í þetta ár með lífið í réttum skorðum.  Sé fram á notaleg heit á lygnum sjó, eða heitir það að liggja í vari?  Það eru því bara gömlu áramótaheitin sem ég strengi aftur nú.  Enn og einu sinni.  Þau eru í raun bara tvö sem eftir er að uppfylla og gengur bara ekki neitt ár eftir ár.  En nú er komið nýtt ár og nú skal ég…. fara út að hlaupa reglulega og kaupa mér föt reglulega!!!  Hljómar einfalt en hefur reynst mér ótrúlega erfitt í gegnum tíðina.

Gledilega rest

31. desember 2008

Óska ykkur öllum gódrar skemmtunar thad sem eftirlifir árs.  Hér er ég ad pakka nidur í töskur, Salka ad horfa á Mamma Mia í 15. skipti og hinir eru úti ad vesenast.  Vid erum ad mestu ferdbúin enda er planid ad njóta áramótanna í thessum yndislega félagsskap hér.  Á morgun verdur svo lagt af stad heim í Heidardalinn.  Erum farin ad sakna Skólabrautarinnar ótrúlega.  Aetli thad sé ekki satt sem sagt er ad thad sé enginn stadur eins og heima, sérstaklega thegar madur hefur ekki verid thar um tíma.  Hlökkum til ad sjá ykkur.  En thangad til góda skemmtun :-)

Mömmuknús

28. desember 2008

Hún mamma mín á afmaeli í dag.  Hún á skilid alla thá hamingju og gledi sem hugsast getur á thessum degi.  Hún er kletturinn minn og skjól í tilverunni.  Svo ef thid hittid hana viljid thid thá knús hana frá mér og mínum.

 Annars er lífid hér ljúft.  Margt haegt ad sísla á stórum búgardi.  Stelpurnar eru í essinu sínu og fylgja Reyni fraenda eftir eins og skugginn.  Ég verd trúlega ad berjast vid taer afeidingar fram í mars.  Fyrir thá sem ekki thekkja til hefur Reynir tekid töluvert meira pláss í tilverunni en ég og stelpurnar drekka í sig allt sem hann segir og gerir og eru nú ad prófa sig áfram med sitt pláss.  Thaer eru ordnar full faerar um ad moka, vatna og gefa en thessar athafnir eru töluvert audveldari hér en heima.  Nú svo eru hér hundar og kettir um allt sem tharf ad gefa, klappa og knúsa.  Binni sér um eldividinn.  Hans dagar fara í ad munda vélsögina og svo ber hann eldivid hér fram og til baka eins og herforingi.  Hvad er thad svo sem ég gerir?  Ja thad eru bara allir litlu hlutirnir sem enginn sér eda tekur eftir.  Eins og ad sjá um ad hutirnir séu á sínum stad, ad thad sé thvegid og gert hreint og ad allir geti gengid ad thví sem thá vantar hverju sinni.  En ef thú spyrd thau thá held ég ad thau hafi ekki hugmynd um thessa ydju mína enda hafa störf kvenna í gegnum tídina verid vanmetin.  Kannski thurfum vid sjálfar ad huga ad thví ad taka meira pláss í tilverunni og thegar allir eru sestir fyrir framan eldinn á kvöldin og menn berja sér á brjóst og fara yfir stórvirki dagsins.  Kannski ég aetti thá ad stand upp og thylja upp thad sem ég hef gert thann daginn.  Thad er bara eins med mig og formaedur mínar og systur, mér finnst thad ekkert merkilegt. 

Svo mamma nú veistu ad ég kann virkilega ad meta thad sem thú hefur gert gegnum tídina.  Thó svo ég hefi ekki alltaf tekid eftir thví.  En tilveran var alltaf á sínum stad og ég veit nú ad thad var thér ad thakka.

Til hamingju med daginn

Knús og kossar frá Adalgården

Gledileg jól

24. desember 2008

Kaeru vinir naer og fjaer, óskum ykkur öllum gledilegra jóla.

Hér er búid ad bada baedi hunda og börn, steikin komin í ofninn og allt ordid skínandi fínt.  Jólafridurinn og hátídleikinn kominn í baeinn.  Hér skottast stelpurnar um í jólafötunum og syngja um jólaköttinn, sem má nú koma fyrir theim. 

Megi gledi og fridur rikja í hjörtum ykkar allra.

Jólakvedja Aldís, Brynjar, Sóley, Salka

Adalgården

22. desember 2008

Erum komin a leidarenda.  Stelpurnar komnar ut ad leika ser med hundana, Binni farinn ad skara i eldinn og eg buin koma mer vel fyrir vid arininn med goda bok.  Ferdalagid var dasamlegt, flughöfnin hálf tóm sem og flugvélin og daetur okkar ordnar svo ferdavanar ad thad tharf ekkert ad hafa fyrir theim.  Hafa ofan af fyrir sér sjálfar ordid. 

Nú er á stefnuskránni ad hafa thad notalegt en fyrst aetlum vid ad brenna í Lyseberg og skoda jólaljósin í tívolíinu.

Pussur og krem (eins og their segja hér i Sverge)

Frunsur

16. desember 2008

Við erum heima í dag ég og Sóley.  Hún er með svona skemmtilega frunsu við augað og augað orðið allt rautt.  Af fenginni reynslu er slíkt tekið alvarlega hér á heimilinu enda barnið með skert sjónsvið eftir álíka áhlaup þegar hún var yngri.  Annars erum við vel haldnar og erum farnar að pakka niður í töskur.  Það mætti ætla að við værum að pakka öllum jólunum eins og þau leggja sig niður.  En það er bara svo ótrúlegt hvað fylgir 4 manna fjölskyldu af kuldagöllum, stígvélum, sparifötum, jólagjöfum og öllu þar á milli. 

Tíminn….og Megas

10. desember 2008

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér
en ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer
en ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín…….


Svo kvað Megas í lagi sínu tvær stjörnur í den.  Mér finnst mikið til í þessu hjá karlinum og er að verða heitur aðdáandi kauða með tímanum.  Allavega sammála honum í þessu með tímann sem flýgur.

Er í próflestri fyrir síðasta prófi mitt í LBHI.  Jarðfræði!  Tíminn sem ég átti að nota til að læra í áfanganum flaug eitthvert út í buskann og kemur aldrei aftur.  Ég verð því  enn einu sinni að treysta á Guð og lukkuna í prófinu á föstudaginn.  Þau fara varla að svíkja mig núna. 

Annars styttist í jólafrí sem verður með lengra mótinu þetta árið og er það vel.  Enda jólaundirbúningur yfirleitt tekinn á síðustu metrunum á þessu heimili. 

Best að skella sér í próflesturinn.  En fyrir ykkur sem eru ekki sannfærð um Megas:

Lóa Lóa Lóa þú ert svo ógeðslega sæt
Lóa Lóa Lóa þú ert svo ógeðslega sæt
Og einhvern tíma kem ég, kerling og ét þig olræt

Tær snild

Jólaskap

29. nóvember 2008

Við erum komin í jólaskap á Skólabrautinni.  Helgin fer í að skreyta, búa til aðventukrans, baka piparkökur og föndra.  Svo á að kveikja á jólatrénu á Akratorgi og það er alltaf hátíðlegt.  Fyrst verður farið í aðventustund í Teigasel og þar verður föndrað.  Eftir að kveikt hefur verið á jólatrénu er hér boðið upp á kakó og vöflur að venju.  Síðan förum við hjónin á jólahlaðborð íþróttahúsanna hér í bæ.  Já það er jólatrukk á fólki hér.

Svo er húsfreyjan búin að ráða sig í vinnu frá og með mánudeginum sem stuðningsfulltrúi í Brekkubæjarskóla.  Það verður sem sagt breiðfylking héðan af Skólabrautinni á mánudaginn.

 Njótið lífsins og aðventunnar

Þennan laugardaginn gerðum við hjónin okkur glaðan dag og fórum til Reykjavíkur og sátum á kaffihúsi, spjölluðum, kíktum í blöð og nutum þess að vera bara við tvö í umhverfi þar sem enginn þekkti okkur.  Kaffihúsið var fullt af fólki.  Skemmtileg dýnamík í gangi.  Á borði næst okkur settust fljótlega ungir róttækir menn.  Svo skemmtilega yfirlýst grænir á að líta.  Ég komst ekki hjá því að heyra hitann í þeim varðandi þjóðmálin enda töluðu þeir hátt og mikið.  Þeir voru krúttlegir í sínum innilega nördagangi eins og róttækum vinstri  stúdentum sæmir og ég gladdist yfir þeim krafti og eldmóði sem ungmenni landsins hafa.  Því satt best að segja var ég bara fegin að fá 2 klukkutíma fyrir mig og minn í notalegheitum á kaffihúsi.  (Við getum mótmælt á morgun)  Eftir að hafa brosað út í annað meðan stráklingarnir létu móðan mása um ástandið og allt það sem miður hefur farið og ómögulegt er í dag.  Fór ég smá saman að gera mér grein fyrir að það var það eina sem þeir gerðu.  Bara mótmæla.  Engar umbótatillögur, engar hugmyndir um nýtt Ísland, ekkert framtíðarskipulag, ekkert draumaland.  Þá rann það upp fyrir mér að þessir stráklingar voru holdgervingar Íslands í dag.  Fúlir á móti.  Ekkert annað.  Bara fegnir að geta loks verið fúlir og þurfa ekkert að bíta á jaxlinn.  Bara fegnir að geta kvartað og kvartað eftir að hafa þurft að lifa við það í árhundruð að ekkert sé aumara en kvartsár maður.  Steininn tók samt úr þegar vinur þeirra hringdi.  (Fyrir það fyrsta missti nördinn virðingu mína þegar hringitónn hans var eitthvert popplag í G-dúr.  Halló!! ef þú hefur svona mikinn tíma að drepa vinur hvernig væri þá að fara í sturtu og greiða sér).  Vinurinn á línunni var að spá í að koma niður í bæ og mótmæla með strákunum.  En þeir voru að vesenast með bílastæði!  Hvernig átti vinurinn að komast niður í bæ þegar allir voru þar að mótmæla á eigin bíl og engin bílastæði að fá í 2 km radíus.   Sem sagt strákarassgötin sem voru á leið að mótmæla kapítalismanum komust ekki sökum bílastæðaskorts!!!  COME ON

Þá rann það upp fyrir mér.  Við verðum að gera okkur grein fyrir því hvernig samfélag við viljum.  Það er ekki nóg að mótmæla.  Við verðum að ákveða hvað við viljum.  Hvert er hið nýja Ísland?  Hver er draumsýnin? Hvaða lífi viljum við lifa?  Þetta er grundvallar spurning sem allir verða að velta fyrir sér, taka ákvörðun um og lifa svo eftir sama hvað hver segir.  Sama hvað nágranninn segir, sama hvað þjónustufulltrúinn þinn segir og sama hvað það er smart eða ekki. Aðeins þannig getur lýðræðið virkað og  aðeins þannig verður til nýtt Ísland. 

Því þegar Davíð fer frá, ríkisstjórnin fellur og búið verður að draga útrásarvíkingana til saka……ja hvað þá???

Hvað gera reiðir, rótækir, vinstri stúdentar þá, sem eru bílastæðislausir í þokkabót?

PS  Eftir mótmælin ætluðu félagarnir heim og horfa á Back to the future í 17. skipti.

21. nóvember 2008

Á mínum yngri árum bjó ég um tíma á Ítalíu.  Þar kynntist ég gamalli konu sem hafði lifað tímana tvenna.  Sem ung kona giftist hún stöndugum manni sem átti vefnaðarverksmiðjur í Indlandi.  Þau lifðu vel, eignuðust börn, ferðuðust og nutu félagslífs hinna efnameiri.  En kreppan hafði sett mark sitt á þessa konu.  Þegar uppgangur fasista varð á Ítalíu fyrir seinni heimstyrjöldina og fólkið í landinu gerði uppreisn var maður hennar myrtur og hún bjargaði lífi sínu og barna sinna með því að henda veraldlegum eigum sínum.  Skartgripum, silfri, íburðamiklum húsbúnaði og í raun öllu því sem gat minnt á fyrra ríkidæmi hennar.  Þannig sannaði hún fyrir löndum sínum að hún væri eignalaus og á þeim forsendum var henni leyft að lifa.  Ég varð heilluð af sögu hennar.  Fannst svo ótrúlega merkilegt að hún hefði lifað þessa tíma og sagan varð sprelllifandi fyrir augunum á mér.  Ég sýndi þessari gömlu konu áhuga og eyddi tíma í að forvitnast um hvernig lífið hefði sett mark sitt á hana.  Heilluð af því hvað lífskrafturinn er sterkur og mannlegt eðli óbugandi.  Með þessu stytti ég henni stundir og hún launaði mér seinna með því að gefa mér eina skartgripinn sem hún geymdi frá þessu fyrra lífi hennar.  Ég varð snortinn og sagðist ekki geta tekið við þvílíkri gjöf.  Það hnussaði í gömlu konunni: “Hvað er þetta afhverju heldurðu að þessum hring hafi ekki verið hent?  Hann er svo skelfilega ljótur að það datt engum heilvita manni í hug að hann væri einhvers virði”.

 

Ja ég nota hann nú samt og finnst hann merkilegur.   Enda minnir hann mig á að lífið getur tekið á sig margar og furðulegar myndir.

Góða helgi