Einvera

17. maí 2010

Eftir að hafa verið ein í kotinu stóran part helgarinnar hef ég uppgötvað að ég slappa best af þegar allir eru heima.  Það var ekki fyrr en í gærkvöldi þegar Binni og Sóley höfðu skilað sér heim og allir voru farnir að sofa í sínum rúmum að ég gat slappað af.  Meðan fólkið svaf gat ég loks notið þess að eiga smá tíma fyrir mig.  Skrýtið því ég var ein heima með Yrsu lungað úr helginni og gat bara engan veginn notið þess en þegar allir voru komnir heim og sofnaðir í sínum rúmum, ja þá gat ég loks notið þess að vera ein.  Undarlegt.Lokað er fyrir ummæli.