útskrift

9. apríl 2010

Sú ákvörðun hefur verið tekin að útskrifa húsmóðurina úr háskóla núna í vor.  Það þýðir að á undra stuttum tíma þarf hún að töfra fram lokaritgerð um efni sem eitt sinn var henni hugleikið.  Því situr hún nú og snýr því í hringi, klórar sér í hausnum og reynir að muna afhverju hún valdi sér einmitt þetta viðfangsefni.  Það hentar henni nefninlega einstaklega illa að kljást við viðfangsefni sem hún skilur ekki til fullnustu, eða að vita ekki almennilega hvað hún á að gera.  Sumir mundu kalla þetta fötlun, aðrir verkkvíða og svo enn aðrir fullkomnunaráráttu.  En sama hvað það kallast þá þarf að setjast niður og skrifa þessa ritgerð, hvernig svo sem það er gert eða hvaða vit verður í henni.  Ég ætla því að hita te, spá í þetta í 20 mínútur í viðbót og demba mér svo í þetta.   4 ummæli við „útskrift“

 1. heidaa ritaði:

  Flott! Við erum saman í þessu! Einn, tveir og áfram við!

 2. Ólöf Helga ritaði:

  Ég myndi kalla þetta fullkomnunaráráttu! Sendi þér skrifi-strauma og gangi þér ógeðslega vel með ritgerðina!!! Sjáumst svo eftir 10 daga eða svo:)

 3. Gurrý ritaði:

  Þú rúllar þessu upp, ekki spurning!!

 4. Elvar ritaði:

  Geggjað! það er eins gott að spýta í lófana og taka þetta ;)
  Vonandi gengur þetta vel hjá þér!

  þú mátt sleikja eyrað á Mr. Woodcock frá mér ;) hehehe