Valhopp

16. mars 2010

Það er komið langt fram í mars.  Daginn farinn að lengja svo mikið að það er orðið vel merkjanlegt á matarlist barnanna.  Enda er búið að taka fram hjól og línuskauta, máta og prófa.  Salka komst vel að orði þegar hún var búin að fara í fyrsta hjólatúr vorsins, í sól og 9° hita.  “Mamma það er langt síðan ég hef verið svona sprelllifandi”.  En barnið hefur rétt fyrir sér, lífið þröngvar sér inn í mann þessa dagana svo maður finnur hverja frumu lifna við.  Það grípur mann gömul og óstöðvandi löngun til að valhoppa á gangstéttunum.  Einhver fiðringur í hjartanu sem magnast. 

Það er vor í sálinni og ég valhoppa ef mig langar til.Ein ummæli við „Valhopp“

  1. Ólöf Helga ritaði:

    Salka snillingur…þegar ég las þetta sá ég hana alveg fyrir mér-vá hvað ég sakna þeirra:)

    Vorið hefur einhvern ólýsanlegan kraft - öll neikvæðni bara nánast hverfur og maður fyllist alveg af von og jákvæðni:) Ekki það að ég sé eitthvað þunglynd á veturna…þmaður bara já fyllist af lífsgleði - eða bara já eins og Salka sagði maður verður alveg “sprelllifandi”:)