12. mars 2010

Það liggur lægð yfir húsmóðurinni á Vesturgötunni.  Ef hún væri köttur mundi hún bara liggja hér og mala, það er þegar hún nennti því.   Hallast helst að því að hún sé með einhverja röskun.  Veit ekki hvað hún kallast á fræðimáli en við hér köllum það nenniggi.  Því hefur verið gert hlé á skrifum þar til lægðin gengur yfir.  Spáin er góð og útlitið bjart.  Þið bíðið væntanlega spennt. 2 ummæli við „“

  1. Ólöf Helga ritaði:

    Jú eins og þig grunar kannski þá bíð ég spennt:)

  2. Gurrý ritaði:

    maður sýnir þolinmæði… ég er svo góð í því….