Það er spurningin.  Stóra spurningin á Vesturgötunni þessa dagana.  Yrsa greindist með mjólkurofnæmi svo ég, mjólkurbúið, þarf því að sneið hjá allri mjólk og mjólkurvörum.  Sem er svo sem ekkert mál en það gengur erfiðlega að finna súkkulaði sem innheldur hvorki mjólk né soya.  Soya fer nefninlega ekki vel í mína heldur.  Litla snúllan ætlar að taka lífið með áhlaupi.  Verst að geta ekki klínt þessum genagöllum á karlinn.  Verð víst bara að gangast við þessu sjálf enda komin úr myndarlegri exemfjölskyldu.  En það er í lagi honum verður gert að gangast við öllum skapgerðabrestunum enda ekki til neitt smyrsl við þeim. 

Annars er allt í sómanum.  Snjórinn kyrrsetur okkur Yrsu hér heima við en það má finna sér ýmislegt að dunda við.  Ekki laust við að inni- og einveran geri mann hálf undarlegan.  Þið takið tillit til þess þegar ég einn daginn hitti ykkur á förnum vegi.  Þangað til verð ég hér að dunda mér.3 ummæli við „að drekka eða drekka ekki mjólk?“

 1. Ólöf Helga ritaði:

  Þolir hún heldur ekki soya litla snúllan!!! En Nóa konsúm súkkulaðið á ekki að innihalda mjólk né soya, þannig að þú mátt borða Nóa konsúm súkkulaðirúsínur held ég alveg örugglega:)

  Exemfjölskyldan ógurlega - það erum við! Við tökum það alveg skuldlaust á okkur. Enda er það eins hjá mér, ég vil meina að ég sé alveg afskaplega skapgóð og ef hún æsir sig eitthvað hún AÖ, þá er það algjörlega komið frá pabbanum! Það er bara þannig…

  En hey, Elvar var að kaupa það allra Binna-legasta sem ég hef séð!!! Stundum eru þeir alveg merkilega líkir eins og þeir eru nú líka ólíkir. Hann er búinn að vera að tala um einhverja svona kerru í marga daga, þú veist svona eins og er á lagerum til að lyfta kössum. Elvar fór og keypti svoleiðis um daginn til að bera bjórinn og matinn heim…hann var ekkert smá ánægður og var alltfa eitthvað að vesenast með þessa kerru - hann minnti mig svo á Binna að það lá við að maður fengi heimþrá:)

  Annars - þá erum við búin að fylla út dagbókina (þú mátt skila því til Sóleyjar), við erum líka búin að taka mynd af okkur með dúkkulísunni en við erum í vandræðum með að finna stað til að framkalla hana, höfum ekki getað fundið það ennþá. Er einhver séns að ég geti sent þér myndina á maili og þú gætir prentað hana út hjá múttu? - svona þ.e.a.s. þegar þú kemst út með Yrsuna fyrir snjó;)

 2. aldisa svaraði:

  Ekkert mál Ólöf mín við Yrsa reddum því. Sé Elvar í anda spígsporandi með kerruna fram og til baka um Kaupmannahöfn. Hlakka til að fá hann og kerruna hingað á Vesturgötuna og þeir svilarnir geta svo fært hluti til og frá.

  PS hvaða svaka bjórburður er þetta á manninum?

 3. Ólöf Helga ritaði:

  Heyrðu þetta er víst ekki bara bjór - hann er líka duglegur í pepsí-inu:)

  En hvað er að frétta af Vesturgötunni???????