Sólríkt sekúndubrot

21. febrúar 2010

Það er kominn sólríkur sunnudagur.  Það gerist varla betra.  Allt eins og það á að vera.  Það segir sig sjálft sunnu-dagur skilurru!  Sólin flæðir inn um saltstorkna gluggana svo ljósið brotnar skemmtilega.  Tek á sekúndubroti ákvörðun um að finnast það fallegt.  Dáist að því um stund.  Magnað hvað hægt er að gera með hugarfarinu einu saman.  Á sekúndubroti skapaðist stund til að dáðst að kraftaverkum lífsins sem svo auðveldlega hefði getað drukknað í pirringi yfir drullugum rúðum.  Hugurinn er almáttugur á stundum sem þessum.  Í kjölfarið fyllist ég vissu um að þetta verði góður dagur.  Tek fagnandi á móti honum inn um saltstorknar gluggarúðurnar.   Ein ummæli við „Sólríkt sekúndubrot“

  1. Gurrý ritaði:

    það er algert yndi að lesa þetta, svo ljóðrænt.