Þorrablót

12. febrúar 2010

Það er kominn föstudagur, sem gerist svo sem alltaf reglulega, en það sem gerir þennan einstakan er að ég ætla á þorrablót.  Já það er þorrablót Brekkubæjaskóla, sem er einstaklega skemmtilegur viðburður sem vex einhvernveginn með manni.  Man þegar ég var að fara fyrst fyrir um 10 árum.  Það var sérstök upplifun sem ég var lengi vel ekkert viss um að ég vildi endurtaka.  Þarna voru allir gömlu kennararnir síðan ég var í skóla, bæði þessir skemmtilegu og svo líka hinir.  Mórallinn var sérkennilegur og húmorinn illskilinn.  Fyrstu árin lét maður sig hafa þetta, fór með bóndanum svona meira upp á punt en annað.  En hægt og hægt náði þetta sérkennilega samfélag að soga mig inn.  Húmorinn varð skiljanlegri og skiljanlegri.  Annálinn margrómaði  varð bara fyndnari og fyndnari með hverju árinu.  En svo loks þegar maður kynntist fólkinu þá var eins og eitthvað hefði afruglast og augu mín opnuðust.  Síðan hefur þorrablót í Brekkó verið aðal skemmtun ársins og mikið tilhlökkunarefni ár hvert.  Nú er svo komið að Brynjar kemst ekki, því hann er að fara að keppa.  Ég ætla samt sem +1 hjá öðrum.  Ég verð því annars viðhengi og skraut í kvöld.  Eins gott að standa sig…..



2 ummæli við „Þorrablót“

  1. Ólöf Helga ritaði:

    hahahah! Góða skemmtun í kvöld sem skraut, híhíhíh:)

  2. Gurrý ritaði:

    Takk Aldís mín fyrir frábæra skemmtun og samveru og fyrir að skreyta mig kæra vinkona.