8. febrúar 2010

Helgin var tekin í afslöppun.  Það voru því allir hressir hér 6:30 í morgun.  Við skulum sjá hvernig fólki gengur svo þegar líða tekur á daginn. 

Sólin er farin að skína.  Skrýtið, þegar maður heldur að myrkrið hljóti að vera taka yfir í heiminum þá kemur sólin og maður hálf skammast sín að hafa efast um hana um tíma.  Hún fleytir manni langt fram í vorið með birtu sinni og yl.  Það þarf ekki nema einn svona dag og maður finnur strax hvað daginn er tekið að lengja.  Það hljóta að hafa verið svona dagar sem fleyttu mönnum í gegnum dimma og kalda vetur hér á skerinu í gamla daga.  Það hefur verið vonarglætan sem kviknaði í hjörtunum þegar þau fylltust af sól og það fór að hvarfla að fólki að kannski, já kannski það mundi lifa af þennan veturinn.   Ég ætla því að fara út og hengja sængurföt á snúru og horfa á þau blakta í sólinni á meðan ég drekk kaffið mitt.  Það er ekkert sem öskrar jafn duglega vor eins og lítrík sænguföt á snúru í sól.  Eða hvað finnst ykkur? 3 ummæli við „“

 1. Ólöf Helga ritaði:

  Ohhh hvað ég elska vorið og þegar vorhugurinn færist yfir mann!

  Sæt myndin af uppáhaldsfrænkunum mínum, ji hvað ég sakna þeirra!

 2. Alma ritaði:

  Mikið er nú alltaf gamn að lesa bloggið þitt Aldís, þú ert svo góður penni. Svo var svo lang síðan ég kíkti þannig að ég hafði fullt að lesa. Yndislegt hvað allt gengur vel með allar perlurnar þína og nafnið Salka á einstaklega vel við ykkur hin :)
  Vonandi hittumst við sem allra allra fyrst
  knús á ykkur

 3. Gurrý ritaði:

  snúllurnar eru ekki síðri að aftan….