4ja mánaða Yrsulingur

8. febrúar 2010

Yrsan okkar er orðin 4ja mánaða.  Hún hlær nú og hjalar, burrar og bíar, veltir sér á magann,tekur í tær og treður í munn og slefar endalaust.  Þetta tekst henni að gera allt saman alveg ómótstæðilega fallegt og sætt í ofanálag svo við hin stöndum á öndinni og dáumst að henni alla daga. 2 ummæli við „4ja mánaða Yrsulingur“

  1. Ólöf Helga ritaði:

    Vá hvað hún er orðin eitthvað mannaleg. Mér finnst hún vera algjör blanda af Sölku og pabba sínum…:)

  2. Gurrý ritaði:

    váááá hún er flottust!!