Suma daga er fjári erfittt að reyna að sjá tilveruna í nýju og spennandi ljósi.   Ekki það að lífið þurfi alltaf að vera svo spennandi, heldur trúi ég því staðfastlega að ég þurfi sjálf að muna eftir að sjá spennandi hliðar tilverunnar.  Þær séu svo sannarlega til hvort sem ég opna augu mín fyrir þeim eða ekki og það hlýtur því að vera heillavænlegra að galopna augun.  Stundum er það eitthvað svo erfitt.  Stundum er eins og maður sjái ekki út úr augum fyrir gráma.  Dagur og nótt renna einhvernveginn endalaust saman í eitt.  Það er aldrei almennilega bjart eða dimmt.  Bara mismunandi grátt.  En þegar gráminn virðist vera alls ráðandi og hefur fyllt út í öll vit svo ég á erfitt með andadrátt.  Þá er gott að muna að grátt er bara hugarástand og tilveran er litlaus þar til ég mála hana. 

Kannski rósrautt sé við hæfi, já eða tilbrigði við grænt með heiðgulu ívafi. 4 ummæli við „Grátt er bara hugarástand…..“

 1. Ólöf Helga ritaði:

  Ég sogaðist alveg inn í þessa færslu - nú hingað og ekki lengra, þú bara gefur út bók, jafnvel ljóðabók - þú ert svo svaðalega góður penni! Það er nú nýtt og spennandi;)

 2. Ólöf Helga ritaði:

  …og góður titill “Grátt er bara hugarástand…” - það er svo satt, en samt hef ég einhvern veginn aldrei hugsað það svona - takk fyrir að opna augun mín allavega fyrir því:)

 3. Ólöf Helga ritaði:

  “grátt er bara hugarástand og tilveran er litlaus þar til ég mála hana” - þetta er frábær setning

  Nú er ég búin að lesa færsluna svona fimm sinnnum..

  Sakna þín

  og hey - eigum við ekki að stefna á að fara aftur í sumó eins og fyrravor þegar við komum heim? Það var svo ógeðslega nice og gaman:)

 4. aldisa svaraði:

  Júúú Ólöf við vorum einmitt að tala um það við Binni um helgina. Það er bara ákveðið hér og nú. Ég ætla að líta í kringum um mig með bústað. Hugsa til ykkar og sakna sárt.