Breytingar

16. apríl 2009

Í dag verður skrifað undir mikilvægt plagg.  Plagg sem mun flytja lífið af Skólabrautinni, yfir götuna og ca 150m til hægri.  Við erum sem sagt að fara að flytja, eftir mánuð, á Vesturgötu 65 (sem er hér ská á móti).  Síðast þegar við fluttum þá fluttum við líka yfir götuna af Vesturgötu 59.  Þetta er okkar torfa og markmiðið að fara sem styst frá Merkurtúninu.  Við höfum verið spurð að því hvað við ætlum að ná að flytja oft á sömu 5 fermetrunum.  Mér finnst þetta nú bara nokkuð gott enda vita flestir sem mig þekkja hversu íhaldsöm ég er. 

En nú getið þið bara dæmt sjálf.

 http://picasaweb.google.com/lh/photo/F7n2lCQrL2dmbcjtH6FxQA?authkey=Gv1sRgCKagjLLogdW1Xg&feat=directlink3 ummæli við „Breytingar“

 1. Ólöf Helga ritaði:

  Mér finnst þetta lýsa þér nokkuð vel að vilja bara halda þig á sama svæðinu;)

 2. heidaa ritaði:

  Aha! Þetta finnst mér algjör snilld! Hlakka til að taka nýja húsnæðið út … held jafnvel að ég villist ekki!

 3. aldisa svaraði:

  Þú ert ávalt velkomin Heiða.
  Ég mun geta boðið upp á tebolla með útsýni yfir hafið og Snæfellsjökul í fjarska.
  Hlakka til.