Páskafrí

2. apríl 2009

Það er allt að gerast hjá okkur hér á Skólabrautinni.  Lífið hamast áfram og nú er komið páskafrí.  Bara einn stuttur föstudagur eftir og svo er öll fjölskyldan komin í frí fram til 14. apríl.  Að því tilefni ætlum við að bruna í sumarbústað annað kvöld og dvelja í nokkra daga í góðum félagsskap.  (Við systurnar með öll okkar viðhengi).  Planið er að borða góðan mat, spila, fara í göngutúra og lesa góða bók milli þess sem maður leggur sig og fer í heita pottinn. 

Sóley og Salka eru hinar hressustu.  Þær skottast hér um kátar og glaðar og eru bara montnar með lífið.  Enda ýmislegt til að vera montinn yfir þessa dagana og tilhlökkun í loftinu.2 ummæli við „Páskafrí“

  1. alma ritaði:

    Gott að lífið gengur vel hjá ykkur og veikindin yfirstaðin. Fjöldkylduferð í bústað um páskana hljómar einstaklega vel…….ég velti fyrir mér hvort þetta sé gáta :) Þar að segja að stelpurnar séu montnar yfir einhverju sérstöku eða bara lífinu í heild..
    knús Alma

  2. aldisa svaraði:

    VIð fögnum lífinu Alma mín.