Mars í mótun

2. mars 2009

Febrúar kom og fór og verður í minnum hafður hér á Skólabrautinni fyrir þá svaðalegustu veikindatörn sem við höfum orðið fyrir.  Því tökum við fagnandi á móti mars-mánuði með von um blómlegri tíma.  Það er því skiljanlega ekkert af okkur að frétta.  Nema bara hvað lífið er farið að rúlla sinn vanagang aftur og mikið ósköp sem mér þykir það gott. 

Það setur nú svip á lífið hversu bjart er orðið frameftir og útiveran lenginst sífellt í annan endann sem léttir lundina og fyllir mann óþreyju eftir vorinu sem maður skynjar nú handan við hornið. 3 ummæli við „Mars í mótun“

 1. Ólöf Helga ritaði:

  Ohhh já ég get einmitt ekki beðið eftir vorinu…það er aaaaaalveg að koma:)

 2. Heidaa ritaði:

  Gott að pestin er út og vorið er inn!
  Hjá mér er síðasta törnin að hefjast fyrir mastersritgerð. Jah! Hérna!

 3. alma ritaði:

  Þetta er ömurlegt að lenda í svona pest en vonandi eruð þið öll bara búin með ykkar pakka fyrir árið. Knús á ykkur