Gekk í fyrsta sinn á Esjuna í gær.  Upp að steini, sem er langleiðin upp að topp.  Hann var hinsvegar óárennilegur í harðfenninu og var ákveðið að bíða með þann áfanga til vors.  En það var ótrúlegt að vera í fjallgöngu í janúar, í 5 stiga hita, blanka logni og sól. 

Ég þarf varla að taka það fram að Akrafjallið var geðbilað að sjá!!2 ummæli við „Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg?“

  1. Mamma ritaði:

    Þið systur verðið að fá ykkur göngustafi og brodda svo þið komist leiðar ykkar.

    Ég var að reyna að rifja upp fleiri hendingar ú af þessum frábæra texta Megasar og man ekki neitt, kannski hef ég ekki skilið fleiri setningar - það er nú ekki alltaf auðvelt að skilja hann blessaðan!

  2. Ólöf Helga ritaði:

    Við fengum náttúrulega alveg snilldarveður!!! En svo er það Hengill á laugardaginn og endilega komdu með ef þú hefur tíma;)