Stemning

21. janúar 2009

Eitthvað sem áður hljómaði svo glaðlega í eyrum

öskrar nú stjórnlaust í andlitið á mér.

Ég man daga þegar stemning var mér samheldni, gleði og glaumur.

Vissi ekki að hún gæti svo auðveldlega snúist í höndunum á manni.

Að hún væri stjórnlaust verkfæri sem nærðist á hugmyndum,

sama hversu vanhugsaðar þær væru.

Að hún lægi í vari, lymskulega og biði færis á að taka yfir.

Nærðist og stækkaði þangað til hún væri stærri en við sjálf.

Snéri sér þá við og biti okkur í kinnarnar,

glotti upp í opið geðið á okkur og flengdi úr okkur alla reisn.

Að hún murkaði lífið úr hugsjónum svo ekkert er eftir

nema óbragðið í munninum.4 ummæli við „Stemning“

 1. Ólöf Helga ritaði:

  Eftir hvern er þetta?

 2. Mamma ritaði:

  Ólöf mín, þetta er Aldís sjálf með óbragð í sálinni yfir “stemningunni” í miðbæ höfuðborgarinnar.

 3. Ólöf Helga ritaði:

  Já ég skildi það að þetta væri um þetta havarí í miðborginni! en mér fannst þetta bara svo frábærlega skrifað að ég var viss um að eitthvert svaka skáld hefði skrifað þetta…….Aldís er greinilega svaka skáldið;)

 4. aldisa svaraði:

  Takk fyrir tiltrúna Ólöf mín.